Félagsblaðið - Börn með krabbamein

SKB gefur út félagsblað tvisvar sinnum á ári – í maí/júní og í nóvember/desember. Félagsblaðinu er ætlað að koma á framfæri upplýsingum um starfsemi félagsins, veita innsýn í líf og störf félagsmanna, koma á framfæri upplýsingum um krabbamein í börnum og meðferðir við þeim, auk þess sem blaðið er einn mikilvægasti þátturinn í fjáröflun félagsins.