Hvíldarheimili

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna á hvíldarheimili, Hetjulund, í landi Ketilsstaða í Landsveit, austan Þjórsár. Þar geta fjölskyldur með börn í meðferð dvalið í skjóli frá aðstæðum sem geta verið börnunum erfið þegar þau eru t.d. í mikilli ónæmisbælingu. Fjölskyldur með börn í meðferð eiga alltaf forgang að dvöl í húsinu en þess utan eru húsið nýtt sem orlofshús fyrir fjölskyldur í félaginu. Á vorin geta félagsmenn sótt um vikudvöl að sumarlagi og er úthlutað eftir rétti fjölskyldna og reynt að koma til móts við óskir þeirra eins og frekast er unnt. Á öðrum tímum er sótt um helgar- eða vikudvöl í gegnum skrifstofu SKB, í síma 5887555.

Facebook-síða fyrir Hetjulund á Ketilsstöðum

Umsóknareyðublað fyrir dvöl í Hetjulundi sumarið 2023