Styrkir til fagaðila

FUNDA- OG RÁÐSTEFNUSTYRKIR
Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna veitir styrki til fagaðila vegna funda- og ráðstefnuhalds hér á landi eða erlendis ef umfjöllunarefnið tengist málefnum krabbameinssjúkra barna eða hagsmunum þeirra.

Öllum styrkþegum funda- og/eða ráðstefnustyrkja frá SKB ber að skila greinargerð til félagsins eigi síðar en einum mánuði eftir heimkomu þar sem félagið er upplýst um hvað fram kom á fundinum/ráðstefnunni og sagt frá helstu niðurstöðum. Félagið áskilur sér rétt til að birta slíka greinargerð í félagsblaði SKB ef efnið hentar í blaðið og óska eftir myndum úr ferðinni.

Umsóknareyðublað vegna funda- og ráðstefnustyrkja

RANNSÓKNARSTYRKIR
Hægt er að sækja um styrk til SKB vegna rannsókna á málefnum er tengjast krabbameinssjúkum börnum og lífsgæðum þeirra. Slíkir styrkir geta verið í formi beinna peningagreiðslna til viðkomandi rannsakenda eða í formi aðstoðar við rannsóknina, t.d. útsendingu spurningalista. Ákvarðanir um slíka styrki eru teknar af stjórn SKB sem fjallar um óskir m.t.t. upphæða og fyrirkomulags með hliðsjón af tilgangi og umfangi rannsókna.

Umsóknareyðublað fyrir fagaðila og spítala