Karfan er tóm.
Fræðsla
SKB stendur fyrir ýmiss konar fræðslu, bæði til félagsmanna og almennings. Félagið hefur gefið út fræðsluefni um krabbamein í börnum, meðferð þeirra og afleiðingar, fræðsluefni fyrir skólafólk og fjölskyldur um eitt og annað sem gott er að vita þegar barn í fjölskyldu, bekk eða skóla greinist með krabbamein. Félagið hefur einnig staðið fyrir fræðslufundum sem eru öllum opnir, auk þess sem heimasíða SKB hefur verið mikilvægur þáttur í að fræða félagsmenn og aðra um réttindamál og ýmislegt sem að krabbameinssjúkum börnum snýr.
Handbók fyrir kennara og starfsfólk skóla
Þegar bróðir þinn eða systir er með krabbamein
Þegar barn greinist með krabbamein
Síðbúnar afleiðingar krabbameinsmeðferðar í börnum
Munn- og tannvernd barna og unglinga í krabbameinsmeðferð
Hugrænar og sálfélagslegar síðbúnar afleiðingar krabbameina í börnum