Angi

Angi er félagsskapur innan SKB, þeirra foreldra sem misst hafa börn úr krabbameini. Félagsmenn mynda net þar sem hver styður annan og foreldrar miðla af reynslu sinni. Athyglin beinist að þeim sem nýlegast hafa misst hverju sinni og eru að læra að lifa með missinum. Smám saman færast þeir inn í „bakhjarlahópinn“, sem bæði gefur og þiggur, og taka þátt í að styðja nýja foreldra sem bætast í hópinn.