Stuðningshópar

Innan SKB skulu starfræktir stuðningshópar eftir því sem þörf er talin á. Tilgangur slíkra hópa er að búa til vettvang fyrir einstaklinga innan félagsins til að vinna að afmörkuðum málum er snerta viðkomandi hverju sinni. Hóparnir eru fyrst og fremst hugsaðir sem stuðningsnet fyrir fólk með sameiginlega reynslu.

Stuðningshópar innan SKB eru:

  • Unglingahópur – Stuðningshópur unglinga í SKB, 13-20 ára
  • Mömmuhópur – Mæður barna sem greinst hafa með krabbamein
  • Angi – hópur foreldra sem misst hefur börn úr krabbameini
  • Pabbahópur – Feður barna sem greinst hafa með krabbamein