Líkami minn er veikur - bók

Vörunúmer: lmv1
Verðm/vsk
4.000 kr.

Saga sem samin var fyrir Arndísi, sem greindist með bráðahvítblæði fjögurra ára gömul. Allt í einu var Arndís farin að fá lyf, töflur og mixtúrur, fá draumalyf og hitta lækna og hjúkrunarfræðinga oft á dag. Þessi saga hjálpaði henni að komast í gegnum fyrstu vikurnar í því ferli sem kemur þegar barn greinist með hvítblæði.

Elín Berglind Skúladóttir, móðir Arndísar, kennari og félagsmaður í SKB, skrifaði söguna og Ninna Þórarinsdóttir gerði myndirnar.

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna fær allan ágóða af sölu bókarinnar og eignast auk þess útgáfuréttinn að henni. Bókin á vonandi eftir að nýtast börnum sem þurfa að fara á sjúkrahús, fá lyf og glíma við veikindi og vanlíðan.