Unglingahópurinn er vettvangur þeirra sem greinst hafa með krabbamein á unglingsaldri eða sem börn og náð hafa unglingsaldri. Hópurinn hittist að jafnaði tvisvar í mánuði, ýmist í félagsaðstöðu SKB í Hlíðasmára til að spjalla eða fá gesti eða annars staðar: fer saman í bíó eða leikhús, út að borða, í keilu eða iðkar útivist svo dæmi séu tekin.
Unglingahópnum stýra Dagný Gunnarsdóttir og Ólafur Einarsson. Netfang unglingahópsins er unglingahopur@skb.is
Krabbameinsgreindum félagsmönnum í SKB á aldrinum 13-20 ára er velkomið að taka þátt í starfi hópsins.