Þjónusta

Þjónusta Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna við skjólstæðinga sína er mjög fjölbreytt og miðast að því að létta krabbameinssjúkum börnum og fjölskyldum þeirra lífið. 

Einn af mikilvægustu þjónustuþáttunum í starfi SKB er að skapa vettvang fyrir einstaklinga sem glíma við krabbamein sem börn og aðstandendur þeirra til að ræða sín á milli um reynslu sína – fá tækifæri til að tala við einhverja sem hafa sömu reynslu. Þetta markmið er nálgast bæði með fjölbreyttum uppákomum sem og reglubundnu starfi stuðningshópa.

Annar mikilvægur þáttur eru fasteignir í eigu SKB sem standa félagsmönnum til boða. Félagið á tvær íbúðir í Reykjavík sem reknar eru af Landspítala og eru til afnota fyrir fjölskyldur utan af landi sem þurfa að dvelja um lengri eða skemmri tíma í Reykjavík vegna læknismeðferðar barna sinna. SKB á einnig tvö sumarhús á Suðurlandi sem fyrst og fremst eru hugsuð sem athvarf fyrir fjölskyldur til hvíldar eftir læknismeðferðir eða inn á milli meðferða. Annað þeirra er á Flúðum, hitt á Ketilsstöðum í Landsveit en fyrir því var safnað í landssöfnun góðgerðasamtakanna Á allra vörum sumarið 2009.

Svæði

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna

SKB á facebook

Styrkja SKB

Reikningsnr.: 301-26-545
Kennitala: 630591-1129