SKB býður nú félagsmönnum að sækja um þjónustu sem ekki hefur verið veitt áður - að félagsráðgjafi taki út aðstæður skjólstæðinga félagsins í skólum, bæði sem snúa að samskiptum annars vegar og aðstæðum og aðbúnaði hins vegar, og gera þær aðlaganir og breytingar sem hægt er til að nemandanum líði sem best. Þetta getur kallað á auknar upplýsingar til skólastarfsfólks og/eða breytingar á vinnu- og hvíldaraðstöðu. Markmiðið er að fylgja hverju barni náið eftir og koma til móts við þarfir þess á hverjum stað og hverjum tíma. Sjá nánar hér.