Flýtilyklar
Jólakort
Fara til baka

Sala jólakorta er mikilvægur þáttur í fjáröflun SKB. Fyrir jólin 2020 lét félagið ekki gera nýtt kort en Styrktar- og líknarsjóður Oddfellowa lætur afrakstur sinna korta renna til SKB í ár og er félagið með þau í sölu. Jólakort Oddfellowa kosta 200 kr./stk. og eldri kort SKB kosta 100 kr./stk. Þau eru seld 10 saman í pakka með umslögum.
Innáprentun
Fyrirtækjum og einstaklingum býðst innáprentun texta og/eða merkis fyrirtækis í jólakort. Þeir sem vilja panta slíkt, vinsamlegast sendi póst á skb@skb.is og láti texta fylgja og merki í prenthæfri upplausn ef við á. Upplýsingar um kostnað við innáprentun eru gefnar á harpa@skb.is
Leit
Karfa
Karfan er tóm