Fréttir

Úthlutun hvíldarheimila sumarið 2018

Athygli er vakin á því að hægt er að sækja um vikudvöl í Hetjulundi eða Flúðum, hvíldarheimili SKB, fyrir sumarið 2018 hér á heimasíðunni okkar www.skb.is

Úthlutunarreglur:
1. Fjölskylda með barn í meðferð er í forgangi við úthlutun.
2. Eftir að meðferð lýkur ræður greiningardagur til um úthlutun.
3. Fjölskylda með barn í meðferð getur fengið úthlutað hvíldarheimili með viku fyrirvara (miðað við föstudag) að því gefnu að ekki sé fyrir fjölskylda með barn í meðferð.
4. Fjölskyldur með barn í meðferð greiða ekkert fyrir dvölina. 
5. Úthlutunartímabil er vika.
6. Vikudvöl á Flúðum kostar 17.500 krónur. Vikudvöl í Hetjulundi kostar 21.000 krónur.
7. Umsóknarfrestur er til 27. maí 2018.


Svæði

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna

SKB á facebook

Styrkja SKB

Reikningsnr.: 301-26-545
Kennitala: 630591-1129