Fréttir

Team Rynkeby afhenti 16,6 milljónir

Fé það sem Team Rynkeby á Íslandi safnaði í tengslum við hjólaferð sína frá Kaupmannahöfn til Parísar í sumar var afhent Styrktarfélagi krabbameinssjúkra sl. laugardag í Smáralind.
Team Rynkeby er samnorrænt góðgerðastarf. Þátttakendur þess hjóla á hverju ári til Parísar til styrktar krabbameinssjúkum börnum og fjölskyldum þeirra.
Team Rynkeby var stofnað árið 2002 þegar 11 hjólreiðamenn sem tengdust Rynkeby Foods ákváðu að hjóla til Parísar til að sjá lok Tour de France.
Rynkeby Foods var aðalstyrktaraðili ferðarinnar en önnur fyrirtæki aðstoðuðu einnig. Reyndar stóðu þátttakendurnir í fyrsta Team Rynkeby-liðinu sig svo vel í að safna styrkjum að þeir sátu eftir með 727.000 króna hagnað þegar liðið sneri aftur til Danmerkur að viku liðinni.
Team Rynkeby gaf peningana til deildar krabbameinssjúkra barna við háskólasjúkrahúsið í Óðinsvéum í Danmörku og þar með var hefðinni komið á.
Í dag samanstendur Team Rynkeby af 2.100 hjólreiðamönnum og 500 aðstoðarmönnum sem skiptast í 54 lið frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi, Noregi, Færeyjum, Íslandi og Þýskalandi. Þátttakendurnir eru valdir úr þúsundum umsækjenda sem hafa fyllt út umsóknareyðublaðið á heimasíðu Team Rynkeby.
Stærsta hluta ársins þurfa þátttakendur ekki eingöngu að vera færir um að hjóla 1.200 km til Parísar – þeir skuldbinda sig einnig til að taka þátt í að safna fé fyrir börn með illvíga sjúkdóma.
Rynkeby Foods A/S,God Morgen og hohes C greiða allan umsýslu- og starfsmannakostnað af verkefninu, sem þýðir að það fé sem Team Rynkeby safnar í hverju landi rennur óskipt til barna með illvíga sjúkdóma, á Íslandi til Styrktarfélags krabbameinssjúkra barna.
Árið 2017 lagði Team Rynkeby fram 1.108 milljónir íslenskra króna samtals á öllum Norðurlöndunum til styrktar börnum með illvíga sjúkdóma.
SKB lætur söfnunarfé frá Team Rynkeby renna til Miðstöðvar um síðbúnar afleiðingar á Barnaspítala Hringsins þar sem verið er að gera stóra rannsókn á afleiðingum þess að fá krabbamein á barnsaldri.


Svæði

Styrktarfélag krabbameinssjúkra barna

SKB á facebook

Styrkja SKB

Reikningsnr.: 301-26-545
Kennitala: 630591-1129